GSSE 2017: Blaklandslið kvenna vann Möltu

Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann Möltu 3:0. Fyrsta sett fór 25:20, en hin settin fóru 25:22 og 25:20.
Kvennalandsliðið keppir á móti Lúxemborg á morgun kl. 15:00 (13:00 isl) og Liechtenstein á laugardaginn kl. 13:00.
Íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði fyrir Mónakó 3:1. Íslendingarnir unnu fyrsta settið 22:25, en töpuðu 25:21, 25:16 og 25:15. Karlalandsliðið keppir við San Marínó á morgun kl. 20:45, þeirra síðasta leik á Smáþjóðaleikunum.