GSSE 2017: Tvíliðaleikur kvenna í borðtennis fór fram í dag

Aldís Rún Lárusdóttir og Sigrún Ebba Urbancic töpuðu á móti bæði Lúxemborg og Kýpur og fóru báðir leikir 3:0.
Magnús Gauti Úlfarsson og Kári Mímisson gáfu báða leiki sína í dag vegna meiðsla.
Einstaklingskeppni í borðtennis hefst á morgun og er reiknað með að þeir íslensku keppendur sem eiga leik á morgun verði klárir til leiks. Liðakeppni er lokið og tvíliðaleikskeppni einnig.