GSSE 2017: Strandblaksliðin kepptu í dag
.jpg?proc=400x400)
Tveir leikir fóru fram hjá íslensku landsliðunum í strandblaki í dag.
Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson töpuðu 2:0 gegn Möltu. Valgeir og Benedikt eru þar með úr leik. Þeir töpuðu öllum fjórum leikjum sínum á leikunum.
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir töpuðu 2:0 gegn San Marínó. Þær hafa einnig tapað öllum fjórum leikjum sínum á leikunum. Heiða og Matthildur mæta Lúxemborg á morgun kl. 17:00, en það verður þeirra síðasti leikur.