Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

GSSE 2017: Erla með sín önnur verðlaun

02.06.2017

Erla S. Sig­urðardótt­ir vann til bronsverðlauna í fjalla­hjól­reiðum í dag. Erla hjólaði á 64 mínútum.

Kolbrún D. Ragnarsdóttir hafnaði í 4. sæti, fimm mínútum á eftir Erlu. Krist­ín E. Sveins­dótt­ir hætti þegar að stutt var liðið af keppninni.

Erla vann til silf­ur­verðlauna í götu­hjól­reiðum á þriðju­dag og er því komin með tvö verðlaun á Smáþjóðaleikum.

Íslenska karlaliðið sem skipar Bjarka Bjarna­son, Gúst­af Darra­son og Ingvar Ómars­son, vann til bronsverðlauna í liðakeppni í fjalla­hjól­reiðum í dag. Íslenska liðið kom í mark eft­ir fjór­ar klukku­stund­ir, átta mín­út­ur og fimmtán sek­únd­ur og var 16 mín­út­um á eft­ir San Marínó, sem vann keppn­ina. Kýp­ur var í öðru sæti.

Í einstaklingskeppni í fjallahjólreiðum varð Bjarki í 14. sæti, Ingvar í 16. sæti og Gúst­af í 21. sæti. Ingvar hafði verið í 4. sæti mest alla keppnina, en á síðasta hring sprungu bæði dekkin á hjólinu hans sem þýddi að hann þurfti að gefa sér tíma til að gera við það. Hann hélt hins vegar áfram eftir það og kláraði keppnina.