Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

GSSE 2017: Gull og landsmet í sundi

02.06.2017

Íslenska boðsunds­sveit­in vann til gullverðlauna í 4x100 m skriðsundi kvenna. Bryn­dís Han­sen, Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir og Bryn­dís Bolla­dótt­ir syntu á tímanum 3:49,24 sek­. Mónakó varð í 2. sæti.

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir vann til gullverðlauna í 400 m fjór­sundi á tím­an­um 4:55,05 sek. Önnur var Stef­anidou frá Kýp­ur. Sunn­eva Friðriks­dótt­ir varð í 4. sæti, rúm­um átta sek­únd­um á eft­ir Hrafn­hildi.

Davíð Aðal­steins­son, Kristó­fer Sig­urðsson, Aron Stef­áns­son og Krist­inn Þór­ar­ins­son unnu til silfurverðlauna í 4x100 m skriðsundi karla á tím­an­um 3:27,39 sek. Þeir settu þar með nýtt landsmet.

Bryn­dís Bolla­dótt­ir hafnaði í 5. sæti í 800 m skriðsundi á tímanum 9:17,18.

Vikt­or Máni Vil­bergs­son hafnaði í 5. sæti í 400 m fjór­sundi á tím­an­um 4:49,89.

Hafþór Sig­urðsson hafnaði í 4. sæti í 1500 m skriðsundi á tím­an­um 16:19,55 og Þröst­ur Bjarna­son í 6. sæti, 24 sek­. á eft­ir.

Myndir með frétt