GSSE 2017: Kvennalandsliðið í körfubolta með silfur
02.06.2017
Íslenska liðið hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur. Á morgun keppir liðið við Svartfjallaland, en það verður síðasti leikur liðsins á leikunum.
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann til silfurverðlauna á Smáþjóðaleikunum 2017. Liðið tryggði sér verðlaunin eftir sigur á Lúxemborg, 59:44. Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Íslandi með 21 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var með 10 stig.
Malta vann til gullverðlauna og Lúxemborg til bronsverðlauna.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta keppti við Lúxemborg í dag og vann 86:73. Kári Jónsson var stigahæstur hjá Íslandi með 18 stig, Kristinn Pálsson með 13, Kristófer Acox með 10 og Maciej Baginski með 9.Íslenska liðið hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur. Á morgun keppir liðið við Svartfjallaland, en það verður síðasti leikur liðsins á leikunum.