GSSE 2017: Tvö Íslandsmet í frjálsum
Frjálsíþróttafólk Íslands stóð sig vel í keppni í dag, á síðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna 2017.
Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði í 200 m hlaupi á tímanum 21,20 sek. Ari Bragi Kárason hafnaði í 3. sæti á tímanum 21,78 sek.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hafnaði í 2. sæti í 200 m hlaupi á tímanum 24,13 sek. Í 4. sæti varð Tiana Ósk Whitworth á tímanum 24,53 sek.
Örn Davíðsson sigraði í spjótkasti með kasti upp á 74,81 m. Guðmundur Sverrisson fékk bronsverðlaun með kasti upp á 71,27 m.
Thelma Lind Kristjánsdóttir hafnaði í 3. sæti í kringlukasti með kasti upp á 49,38 m.
María Rún Gunnlaugsdóttir hafnaði í 4. sæti í 100 m grindahlaupi á tímanum 14,69 sek.
Þorsteinn Ingvarsson hafnaði í 4. sæti í þrístökki með stökki upp á 14,43 m.
Ísland sigraði bæði í kvennaflokki og karlaflokki í 4x100 m hlaupi auk þess sem báðar sveitirnar settu Íslandsmet.
Í kvennaflokki hlupu þær Tiana Whitworth, Hrafnhild Hermóðsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir á tímanum 45,31 sek, sem er Íslandsmet.
Í karlaflokki hlupu þeir Trausti Stefánsson, Ívar Kristinn Jasonarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason á tímanum 40,45 sek, sem er Íslandsmet.
Í kvennaflokki í 4x400 metra hlaupi hlupu þær María Rún Gunnlaugsdóttur, Hrafnhild Hermóðsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir á tímanum 3:47,64 mín.
Í karlaflokki í 4x400 metra hlaupi hlupu þeir Kolbeinn Höður Gunnarsson, Kristinn Kristinsson, Bjartmar Örnuson og Trausti Stefánsson á tímanum 3:17,19 sek og enduðu í 4. sæti.