Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Þátttakendur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar mættir til Györ

22.07.2017

Íslensku þátttakendurnir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Györ í Ungverjalandi eru komnir á áfangastað. Hópurinn ferðaðist með viðkomu í Amsterdam til Búdapest hvar rúta beið og flutti hópinn til Györ. Morgundagurinn fer í að kanna aðstæður og æfa. Setningarathöfn leikanna fer svo fram á sunnudagskvöld.

Á myndunum sem fylgja má sjá hluta hópsins við komu, aðstoðarfólkið klárt til að taka á móti liðinu, fimleikastúlkurnar og svo mynd frá fundi flokksstjóra og þjálfara.

Myndir með frétt