Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

EYOF 2017 - næst síðasta keppnisdegi lokið

28.07.2017

Keppni dagsins hófst með 200m. baksundi hjá Brynjólfi Óla Karlssyni. Brynjólfur synti á tímanum 2.12,31 og endaði í 29. sæti. Í 200m. flugsundi synti Viktor Forafonov á tímanum 2.13,49 sem skilaði honum í 27. sæti. Í 1500 metra skriðsundi synti Patrik Viggó Vilbergsson á tímanum 16:55,17. Þar með hafa drengirnir í sundinu lokið keppni.

Í frjálsum íþróttum keppti Helga Margrét Haraldsdóttir í 100m. grindahlaupi. Þar hljóp hún á tímanum 14,54 og varð í 6. sæti í sínum riðli og komst því ekki áfram. Í undanriðlum 4x100m. boðhlaups stúlkna hlupu stúlkurnar á tímanum 48.32 og komust ekki í úrslit. Boðhlaupssveitina skipuðu þær Helga Margrét Óskarsdóttir, Birna Kristín Kristjánsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir.

Í handknattleik drengja léku okkar drengir við Dani. Lokaniðurstaða leiksins varð 29-26 Danmörk í vil sem þýðir að á morgun munu drengirnir leika um 7. sæti á mótinu við heimamenn Ungverja kl. 9.40 í fyrramálið að staðartíma (7.40 að íslenskum tíma).

Myndir með frétt