Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

EYOF 2017 - leikum slitið

29.07.2017

Drengirnir í handboltanum kepptu í morgun við Ungverja um 7. sætið á leikunum. Endaði leikurinn 29-24 Ungverjum í vil og íslensku drengirnir enda því í 8. sæti á mótinu.

Nú í kvöld var leikunum slitið formlega. Við athöfnina var gestgjöfum næstu leika sem fara fram að tveimur árum liðnum afhentur fáni Evrópsku Ólympíunefndanna. Leikarnir árið 2019 munu fara fram í Baku í Azerbaijan. Leikarnir hér í Györ hafa verið mjög vel heppnaðir, aðstaða öll til fyrirmyndar og skipulag og framkvæmd leikanna framkvæmdaraðilunum til mikils sóma.

Íslenski hópurinn heldur heim á leið á morgun sunnudag.