Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Reykjavíkurmaraþon - Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar

16.08.2017

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 19. ágúst. Góðgerðarhlaupurum er bent á síður góðgerðafélaganna á www.hlaupastyrkur.is

Minningarsjóður var stofnaður árið 2013 til minningar um Ólaf E. Rafnsson sem lést langt fyrir aldur fram en þá var hann forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe. Allur ágóði sem safnast til sjóðsins verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigingjarna starfs í þágu íþrótta á Íslandi.

Sjá nánar hér þar sem hægt er að safna áheitum.