Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Aðgát í umferðinni

30.08.2017

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í ellefta sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Vefsíða Göngum í skólann.

Nú eru grunnskólar landsins teknir til starfa eftir sumarið og margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur foreldra til að fara vel yfir umferðarreglur með börnunum og ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í nálægð við skóla- og íþróttasvæði.

Opið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2017 og hefur skráning skóla farið vel af stað. Hér er hægt að skrá sig til leiks. Tilgreina þarf nafn skóla og tengiliðs ásamt stuttri lýsingu á hvað viðkomandi skóli ætlar að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum.

Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup og hjólabretti. Ávinningur er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Hægt er að fara á umferðarvefinn Umferd.is sem er fræðsluvefur um umferðarmál fyrir nemendur í grunnskóla, kennara og foreldra og til þess fallinn að auka áhuga á umferðaröryggi í skólastarfinu.