Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íþróttaveisla í Finnlandi

01.09.2017

Mikil íþróttaveisla stendur yfir í Finnlandi þessa dagana. Landslið karla í körfuknattleik leikur á lokamóti EuroBasket 2017 og spilar leik bæði á laugardag og sunnudag. Karlalandsliðið í knattspyrnu á leik við Finna á laugardaginn í Tampere í undankeppni HM  og íslenskir kylfingar keppa á opna finnska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Nordic golf mótaröðinni.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Gunnar Bragason gjaldkeri og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri eru stödd í Finnlandi til að fylgjast með íslensku afreksíþróttafólki og leggja sitt af mörkum til stuðnings íþróttafólkinu. Þau kíktu á íslensku kylfingana í dag og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Með Lárusi, Gunnari og Líneyju Rut eru Ólafur Björn Loftsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Alls taka fimm íslenskir kylfingar þátt í mótinu en það eru, auk Guðmundar Ágústs og Ólafs Björns þeir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús.

Á morgun verður stór dagur en þá verður fyrst leikur hjá landsliðinu í körfuknattleik í Helsinki og í kjölfarið leikur Finna og Íslendinga í knattspyrnu. Einnig verður þá leikinn lokahringurinn á opna finnska meistaramótinu í golfi. Það verður því í nógu að snúast hjá íslenskum stuðningsmönnum við að fylgjast með spennandi viðburðum í íslensku íþróttalífi.