Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

UMSS stefnir að því að verða fyrirmyndarhérað ÍSÍ

11.09.2017Ungmennasamband Skagafjarðar fékk skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri, Viðar Sigurjónsson, til að koma á fund á Sauðárkróki með kynningu á verkefni ÍSÍ um fyrirmyndarhéruð. UMSS hefur haft áhuga á slíkri viðurkenningu og stefnir að því að fá hana afhenta sumarið 2018. Viðar fór yfir þau atriði sem uppfylla þarf til að hljóta þessa viðurkenningu og var það skoðun fundarmanna að þetta væri mikill kostur fyrir UMSS og liður í að gera gott starf betra. Aðalstjórnin mun vinna í þessum málum í vetur og Viðar verða þeim innan handar við verkið.

Þó nokkur íþróttahéruð eru komin af stað með þessa vinnu og mun fyrsta héraðið fá þessa viðurkenningu á næstu vikum. Það er von ÍSÍ að sem flest íþróttahéruð sjái hag sinn í því að sækja um þessa viðurkenningu á næstu misserum.