Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Þjálfaramenntun ÍSÍ – frábær kostur fyrir alla áhugasama !

13.09.2017

Menntakerfi ÍSÍ fyrir íþróttaþjálfara hefur verið til í fjölda ára og ásókn í námið hefur verið mikil. ÍSÍ heldur utan um þann hluta námsins sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og sérgreinaþátturinn er svo á herðum sérsambanda ÍSÍ. Nemendur eru mjög ánægðir með námið og telja það frábæran kost til að styrkja þekkingu þeirra og hæfni sem þjálfara á hinum ýmsu aldursstigum. Hér að neðan eru dæmi um ummæli nemenda um námið og skipulag þess:

„Fjölbreytt námsefni og skýr markmið varðandi það sem tekið er fyrir í hverri viku. Mjög áhugavert námsefni og fróðlegt.“

„Skipulagið er gott, bæði hvað námið varðar og uppsetningu kennsluvefs. Efnið áhugavert og vel sett fram. Sveigjanleiki með verkefnaskil, sem er gott fyrir vinnandi fjölskyldufólk o.s.frv.“

„Mjög gott og skýrt námsefni og mikill stuðningur leiðbeinanda.“

„Verkefnin voru fjölbreytt, reyndu á mismunandi þætti og létu mann skoða hluti frá mismunandi sjónarhornum.“


Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ eru fúslega veittar hjá Viðari Sigurjónssyni á vidar@isi.is eða í síma 514-4000 & 863-1399.

Nánar má lesa um þjálfaramenntun ÍSÍ hér.

Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 18. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 15. september nk. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.

Slóð á skráningu í haustfjarnám þjálfaramenntunar ÍSÍ 2017, 1. og 2. stig.