Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Hjólum í skólann - Evrópsk samgönguvika

18.09.2017

Um helgina hófst Evrópsk samgönguvika 2017 og stendur hún frá 16. til 22. september ár hvert. Vikan er samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur en evrópskur vefur átaksins er mobilityweek.eu.

Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli þá samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. Margt verður á dagskrá alla vikuna um land allt tengt vistvænum samgöngum og endar átakið á bíllausa deginum föstudaginn 22. september, en þá verður m.a. frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sem ávallt.

Hægt er að kynna sér átakið nánar á Facebook-síðu Evrópskrar Samgönguviku.

Þá hefur verið í gangi grasrótarátak með myllumerkinu #hjóliðmitt á Instagram síðan í síðustu viku en þar tekur hjólreiðafólk myndir af reiðfáknum sínum og segir frá hjólinu með smá sögu og skemmtilegheitum.

Markmiðið er að minna fólk á reiðhjólið sem samgöngumáta og er tímasetningin hugsuð með það fyrir augum í samgönguvikunni. Verður myndunum endurpóstað á Instagram-síðunni Hjólið mitt og mun Reykjavíkurborg safna saman og birta þær í Ráðhúsinu á Bíllausa deginum.

ÍSÍ hvetur alla til að taka þátt í skemmtilegu grasrótarátaki í tilefni af vistvænni viku í samgöngum með #hjóliðmitt.

 

Myndir með frétt