Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Norræn ráðstefna um íþróttir barna og unglinga

18.09.2017

Um helgina fór fram norræn ráðstefna um íþróttir barna og unglinga í Snekkersten í Danmörku, en ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá íþróttasamböndum Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Álandseyja og Íslands.

Ráðstefnan er haldin þriðja hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Fulltrúar frá átta ólíkum íþróttagreinum sóttu ráðstefnuna en íþróttagreinarnar voru, badminton, borðtennis, bandý, klifur, körfubolti, sund, frjálsar og amerískur fótbolti. Íslenski hópurinn átti fulltrúa í öllum íþróttagreinum nema amerískum fótbolta og samtals 18 manns. Fyrirkomulag ráðstefnunnar var bæði í fyrirlestrum og umræðuhópum jafnt innan íþróttagreinanna og þvert á þær.

Viðar Halldórsson var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar og kynnti hann meðal annars verkefnið Sýnum karakter sem vakti mikla athygli. Ráðstefna sem þessi eykur ekki aðeins þekkingu þátttakenda á ólíkum þáttum íþrótta heldur hjálpar það greinunum að mynda tengsl við sérsamböndin á hinum Norðurlöndunum.

Myndir með frétt