Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Sunddeild Fjölnis fyrirmyndardeild ÍSÍ

20.09.2017

Sunddeild Fjölnis í Grafarvogi fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ á foreldrafundi í Pálsstofu á 2. hæð Laugardalslaugar miðvikudaginn 13. september síðastliðinn. Það var Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti forystumönnum deildarinnar viðurkenninguna.

Á myndinni eru frá vinstri; Elfa Yngvadóttir þjálfari í Grafarvogslaug, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir formaður sunddeildarinnar ásamt syni sínum Hilmari Höskuldssyni, Sigríður Jónsdóttir og Ragnar Friðbjarnarson yfirþjálfari.