Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ráðstefnan Sýnum karakter - Allir með gekk vel

29.09.2017

Í dag fór fram ráðstefnan Sýnum karakter - Allir með. Ráðstefnan er tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar og eru þátttakendur á aldrinum 13-25 ára. 

Vefsíða Sýnum karakter er synumkarakter.is og verkefnið er einnig með facebook-síðu undir nafninu Sýnum karakter.

Sýnum karakter er samstarfsverkefni  Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Um ár er síðan ÍSÍ og UMFÍ ýttu verkefninu úr vör. Sýnum karakter fjallar um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. 

Á meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni voru Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri í HR, knattspyrnukonan Fjolla Shala, dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og körfuboltaþjálfarinn Pálmar Ragnarsson.

Ráðstefnan var tekin upp og hægt verður að sjá hana á Vimeo-síðu ÍSÍ innan skamms.

Myndir frá ráðstefnunni má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér.

Myndir með frétt