Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Þríþrautarsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

11.10.2017

Þríþrautarsamband Íslands (ÞRÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 400.000 kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 600.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Íþróttagreinin er í örum vexti hérlendis og á sama tíma hafa einstaklingar verið að ná góðum árangri á erlendum mótum á vegum ETU (European Triathlon Union) og ITU (International Triathlon Union). Tveir íslenskir keppendur æfa með erlendum landsliðshópum, þ.e. í Danmörku og Noregi, og ætla sér stóra hluti í framtíðinni. Verið er að vinna að fjölmörgum þáttum sem snúa að afreksmálum og aðgerðum innan sérsambandsins, en Þríþrautarsamband Íslands er yngsta sérsambandið innan ÍSÍ, stofnað 27. apríl 2016. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ er mikilvægur til þess að styðja enn betur við þátttöku keppenda í erlendum verkefnum og efla uppbyggingu afreksstarfs innan sérsambandsins.

Vefsíða Þríþrautarsambands Íslands er triathlon.is

Á myndinni má sjá þær Halldóru Gyðu Matthíasdóttur, formann ÞRÍ og Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ að lokinni undirritun samnings um viðbótarstyrkinn.