Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

Afmælishóf Ólympíufara 2017

16.10.2017

Stjórn Samtaka íslenskra Ólympíufara (SÍÓ) býður öllum Ólympíuförum; keppendum, þjálfurum, farastjórum, o.fl. til kaffisamsætis í dag, mánudaginn 16. október, í salarkynnum ÍSÍ í Laugardal. Tilefnið er að fagna afmælisárum frá þátttöku Íslands í sumar- og vetrarólympíuleikum og þá sérstaklega Sumarólympíuleikunum árið 1972 í Munchen. Skemmtileg myndasýning mun fara fram. Ólympíuförum allra annarra Ólympíuleika er einnig boðið. Endilega takið með ykkur maka eða vin.

SÍÓ er sönn ánægja að Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun heiðra gesti með því að mæta, en Jóhannes faðir hans var þjálfari íslenska frjálsíþróttahópsins á leikunum í Munchen.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku vegna veitinga til Alvars á ÍSÍ; alvar@isi.is og sími 6151051 eða Jóns Hjaltalín; jhm@simnet.is og sími 8562301.

SÍÓ vonast til að sjá sem flesta Ólympíufara.