Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Taekwondósamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

25.10.2017Taekwondósamband Íslands (TKÍ) hefur hlotið 800.000 kr. styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017.

TKÍ sendir árlega keppendur á HM og EM, ungmenna og fullorðna, bæði í Sparring og Poomsae og hefur unnið að því að efla enn frekar afreksstarf sambandins og umfang þess. Fyrirhugað er að koma á fót undirbúningshóp fyrir Ólympíuleikana 2020 en nokkrir keppendur innan sambandsins stefna á að vinna sér inn þátttökurétt á leikana. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ nýtist sérsambandinu til að taka næstu skref varðandi skipulag afreksstarfsins og efla alþjóðlega þátttöku keppenda.

Á myndinni má sjá þau Örn Helgason, formann TKÍ, Jón Ólaf Sigurðsson, gjaldkera TKÍ, Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ.