Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

08.06.2020 - 08.06.2020

Ársþing ÍA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
31

Taekwondósamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

25.10.2017Taekwondósamband Íslands (TKÍ) hefur hlotið 800.000 kr. styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017.

TKÍ sendir árlega keppendur á HM og EM, ungmenna og fullorðna, bæði í Sparring og Poomsae og hefur unnið að því að efla enn frekar afreksstarf sambandins og umfang þess. Fyrirhugað er að koma á fót undirbúningshóp fyrir Ólympíuleikana 2020 en nokkrir keppendur innan sambandsins stefna á að vinna sér inn þátttökurétt á leikana. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ nýtist sérsambandinu til að taka næstu skref varðandi skipulag afreksstarfsins og efla alþjóðlega þátttöku keppenda.

Á myndinni má sjá þau Örn Helgason, formann TKÍ, Jón Ólaf Sigurðsson, gjaldkera TKÍ, Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ.