100 dagar til PyeongChang 2018
Í dag, 2. nóvember, eru 100 dagar í að Vetrarólympíuleikarnir í PyeongChang verða settir. Setningarhátíðin verður þann 9. febrúar á PyeongChang Ólympíuvellinum. Hápunktur hátíðarinnar verður innganga íþróttafólks.
Lokaundirbúningur fyrir leikana er hafinn, en þessa dagana er íslenskt íþróttafólk að vinna að því að ná tilsettum árangri til að tryggja sér keppnisrétt á leikunum. Íslendingar munu eiga fulltrúa á leikunum, en hverjir það verða kemur í ljós þegar nær dregur leikunum.
Ólympíueldurinn hefur verið á ferðalagi um Suður-Kóreu, en kveikt var á kyndlinum þann 24. október sl. í Olympiu í Grikklandi. Suður-Kórea er í Austur-Asíu. Landhelgi Suður-Kóreu kemur saman við landhelgi Kína og Japan. Kórea var eitt ríki til ársins 1948 þegar því var skipt í tvö ríki í Kóreustríðinu sem stóð í þrjú ár. Íbúar í Suður-Kóreu eru um 50 milljónir, en stærsta borgin er Seúl þar sem um 10 milljón íbúar búa. PyeongChang er í um 180 km fjarlægð austur af Seúl.
Pyeongchang er sýsla í Gangwon héraði. Þar búa um 45 þúsund manns. Í tengslum við Vetrarólympíuleikana 2018 er nafn hennar ritað PyeongChang til að draga úr líkum á ruglingi við borgina Pyongyang í Norður-Kóreu. Áður hafði svæðið sóst eftir að halda leikana 2010 og 2014. Er þetta í þriðja sinn sem Vetrarólympíuleikar eru haldnir í Asíu og í fyrsta sinn utan Japan. Áður hafa Vetrarólympíuleikar farið fram í 1972 í Sapporo í Japan og aftur 1998 í Nagano.
Lokahátíðin verður 25. febrúar á Ólympíuleikvanginum.
Vefsíða Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang er www.pyeongchang2018.com
Hér má sjá facebook-síðu leikanna.