Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Kynjaskipting í stjórnum

20.11.2017

Á Formannafundi ÍSÍ föstudaginn 17. nóvember sl. kom forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, inn á mikilvægi jafnréttis i íþróttahreyfingunni, bæði í íþróttum og stjórnunarstörfum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sett það markmið að fyrir árið 2020 verði a.m.k. 30% stjórnarmanna í öllum stjórnum innan IOC konur.
Fyrir fundinn tók skrifstofa ÍSÍ saman tölfræði úr Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, um kynjaskiptingu í stjórnum ýmissa eininga íþróttahreyfingarinnar og kom eftirfarandi í ljós:
Hlutur kvenna í stjórnum sérsambanda ÍSÍ er 36%.
Hlutur kvenna í stjórnum íþróttahéraða er 48%.
Hlutur kvenna 
er í aðalstjórnum íþróttafélaga á landinu er 34,1 %. 

Lárus sagði það gleðilegt að hreyfingin á Íslandi uppfyllti markmið Alþjóðaólympíuhreyfingarinnar í ofangreindum starfseiningum íþróttahreyfingarinnar strax árið 2017 en stefnt skuli hærra. Hann hvatti alla fundargesti til að vera vakandi fyrir málaflokknum og vinna saman að jafnrétti í hreyfingunni. Hann sagði jafnrétti kynjanna vera baráttumál allra, ekki einungis kvenna.