Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Kjartan Ágúst ráðinn til Badmintonsambandsins

21.11.2017

Kjartan Ágúst Valsson, viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands (BSÍ). Kjartan er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, af fjármálasviði, árið 2010. Hann byrjaði að æfa badminton hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar 14 ára gamall. Hann varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í A-flokki árið 2008 og varð í 2. sæti í einliðaleik í A-flokki sama ár. Hann var færður í meistaraflokk árið 2009 og spilaði þar með hléum til ársins 2015. Kjartan hefur starfað hjá Kirkjugarði Hafnarfjarðar frá árinu 2010. Auk þess hefur hann starfað sem þjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í 12 ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari, svo sem þjálfari ákveðinna aldurshópa og síðustu ár hefur hann verið yfirþjálfari keppnishópa félagsins. Kjartan er kvæntur og á tvo drengi.
Kjartan Ágúst er boðinn velkominn til starfa hjá BSÍ og óskað velfarnaðar í starfi sínu í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Margrét Gunnarsdóttir, sem gegnt hefur framkvæmdastjórastarfi hjá BSÍ síðastliðin 9 ár, hefur ráðið sig til starfa sem verkefnastjóri fjármála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Margréti þökkum við gott samstarf og góð kynni. Henni er óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.