Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Dagur sjálfboðaliðans í dag

05.12.2017

Árlega er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um heim allan. Íþróttahreyfingin á Íslandi er rík af sjálfboðaliðum sem bera uppi starf hreyfingarinnar og sinna mikilvægum verkefnum öllum stundum til að íþróttalífið megi blómstra og dafna í landinu. Án þeirra væri engin íþróttahreyfing.

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ þakkar fyrir það góða starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum: „Á degi sjálfboðaliðans ber að þakka öllum þeim sem leggja fram krafta sína og tíma í þágu íþróttahreyfingarinnar. Án sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda úti svo öflugu íþróttastarfi sem raun ber vitni út um allt land“.

Myndin sem fylgir fréttinni var tekin á Formannafundi ÍSÍ nú í nóvember, en þar funduðu formenn og framkvæmdastjórar sambandsaðila ÍSÍ, þ.e. héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda ÍSÍ, sem allir sinna því embætti í hreyfingunni sem sjálfboðaliðar. Í nútímasamfélagi er mikil keppni um frítíma fólks og er íþróttahreyfingin afar þakklát fyrir að svo margir, sem raun ber vitni velji að nýta frítíma sinn til sjálfboðaliðastarfa í þágu íþróttahreyfingarinnar.