Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Skúli Óskarsson kraftlyfingarmaður í Heiðurshöll ÍSÍ

28.12.2017

Í kvöld, þann 28. desember, á hófi Íþróttamanns ársins, var Skúli Óskarsson kraft­lyft­ingamaður frá Fá­skrúðsfirði og fyrr­ver­andi heims­met­hafi, útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Skúli er sautjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina.

Skúla þarf vart að kynna fyrir landi og þjóð. Hann setti heims­met í rétt­stöðulyftu í Laug­ar­dals­höll­inni árið 1980 þegar hann lyfti 315,5 kíló­um í 75 kg flokki. Það ár var hann kjör­inn Íþróttamaður árs­ins af Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna í annað skipti. Skúli, sem var um ára­bil einn vin­sæl­asti íþróttamaður þjóðar­inn­ar, var áður kjör­inn árið 1978.

Skúli tók við viðurkenningunni og hélt stutt þakkarávarp. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Skúla innilega til hamingju með útnefninguna.

Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á hófinu.

Hér má sjá vefsíðu Skúla í Heiðurshöll ÍSÍ.