Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Lífshlaupið hefst 31. janúar

04.01.2018

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu, verður ræst í ellefta sinn miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi. Vinnustaðakeppnin stendur frá 31. janúar - 20. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 31. janúar - 13. febrúar. Opnað verður fyrir skráningu nokkrum vikum áður en að keppnin hefst og verður það nánar auglýst þegar að nær dregur. Það er því um að gera að vera tilbúinn þegar þar að kemur og hefja keppnina af krafti.

Einstaklingskeppni stendur enn yfir og að sjálfsögðu geta keppendur notast við sín notendanöfn áfram þegar að ný keppni hefst.

Allar upplýsingar má nálgast hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í síma 514-4000 eða með fyrirspurn á netfangið lifshlaupid@isi.is

Vefsíða Lífshlaupsins er lifshlaupid.is.

Facebook-síða Lífshlaupsins