Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ráðstefna - Snemmbær afreksþjálfun barna

16.01.2018

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur ókeypis.

 Dagskrá:

 

Ráðstefnan verður tekin upp og sýnt verður beint frá henni. 

Ráðstefnan er haldin í tengslum við Reykjavíkurleikana (WOW Reykjavik International Games 2018). Reykjavíkurleikarnir eru fjölgreina afreksíþróttamót sem haldið verður í 11. sinn árið 2018. Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ, íþróttafélögin í Reykjavík og dyggum samstarfsaðilum, standa að leikunum. Keppni er frá 25. janúar til 4. febrúar og fer að mestu leyti fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Glæsileg hátíðardagskrá verður á báðum keppnishelgum og margt spennandi að sjá.

Vefsíða RIG er rig.is.

Facebook-síða Reykjavíkurleikanna er RIG - WOW Reykjavik International Games.