Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Heiðranir á 90 ára afmæli KA

19.01.2018

Sjö aðilar voru heiðraðir af ÍSÍ á 90 ára afmælishófi KA sem haldið var í KA heimilinu laugardaginn 13. janúar síðastliðinn. Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti fjórum aðilum Silfurmerki ÍSÍ, þeim Erlingi Kristjánssyni, Sigríði Jóhannsdóttur, Gunnari Garðarssyni og Gunnari Níelssyni. Ingi Þór afhenti svo þremur aðilum Gullmerki ÍSÍ, þeim Hrefnu Torfadóttur, Alfreð Gíslasyni og Ingibjörgu Ragnarsdóttur. Ingi Þór og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri voru meðal um 500 afmælisgesta af þessu merka tilefni.

Á myndinni eru allir sem heiðraðir voru ásamt Inga Þór úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðari skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri.