Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í dag

31.01.2018

Það var mikill kraftur og lífsgleði í íþróttasal Vættaskóla-Borgum í morgun þegar Lífshlaupið 2018 var ræst í ellefta sinn. Húsið var fullt út úr dyrum og mikil stemmning meðal viðstaddra. Dagskráin hófst á því að Þuríður Óttarsdóttir skólastjóri bauð gesti og nemendur velkomna og að því loknu flutti Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ávarp og kynnti heiðursgesti. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp þar sem hún minnti nemendur á mikilvægi hollrar hreyfingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur tók vel undir það og hvatti nemendur Vættaskóla til dáða.

Að ávörpum loknum sýndu nemendur Vættaskóla glæsilegt fimleikaatriði þar sem reyndi í senn á mikla hreysti og hæfni og fengu krakkarnir verðskuldað lófatak í lokin á vel heppnuðu atriði. Kristín Guðmundsdóttir íþróttakennari skólans tók svo við keflinu og leiddi heiðursgesti og nemendur í gegnum lauflétta og skemmtilega Lífshlaupsþrautabraut þar sem hart var barist um sigurinn. Að lokum afhenti Lárus L. Blöndal Vættaskóla Lífshlaupsfánann og tók Þuríður skólastjóri við honum fyrir hönd skólans og lýsti hún því svo formlega yfir að Lífshlaupið 2018 væri hafið.

Vefsíða Lífshlaupsins er lifshlaupid.is.

Facebook síðu Lífshlaupsins má sjá hér.

Myndir frá setningarhátíðinni í morgun má sjá hér. 

Myndir með frétt