PyeongChang 2018 - Ólympíufarar leggja af stað
 01.02.2018
01.02.2018
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Verður það í annað sinn sem Suður-Kórea heldur Ólympíuleika, en Sumarólympíuleikarnir 1988 fóru fram í Seoul. Hluti af íslenskum þátttakendum lagði af stað til PyeongChang frá Íslandi í morgun. Á myndinni má sjá Egil Inga Jónsson þjálfara í alpagreinum, Jón Viðar Þorvaldsson flokksstjóra, Elsu Guðrúnu Jónsdóttur keppanda í skíðagöngu kvenna og Maríu Magnúsdóttur sjúkraþjálfara. 
Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á leikunum:
•	Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig
•	Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig
•	Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga og/eða 10 km F (frjáls aðferð)
•	Snorri Einarsson, skíðaganga karla – sprettganga, 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð)
•	Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og/eða 15km ganga F (frjáls aðferð)
Vetrarólympíuleikarnir verða settir föstudagskvöldið 9. febrúar nk. kl. 20:00 að staðartíma, en kl. 11:00 á íslenskum tíma. Verður setningarhátíðin sýnd í beinni útsendingu hjá RÚV. Lokahátíðin fer fram sunnudagskvöldið 25. febrúar nk. og hefst einnig kl. 20:00 að staðartíma. 
Hægt er að fylgjast með þátttöku Íslands á leikunum á vefsíðu ÍSÍ hér.
 
                        