Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

PyeongChang 2018 - Íslendingar mættir í Ólympíuþorpið

03.02.2018

Íslensku þátttakendurnir á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 eru mættir í Ólympíuþorpið.  Sá fyrsti var reyndar aðalfararstjóri íslenska hópsins, Andri Stefánsson, sem kom til Kóreu á miðvikudaginn til að undirbúa vistarverur og komu íslenska hópsins.

Í dag voru það fyrst keppendur í skíðagöngu, þeir Snorri Einarsson og Isak S. Pedersen ásamt þeim Vegard Karlstrøm, Dag Elevold og Grími Rúnarssyni sem komu um miðjan dag á staðartíma eftir langt ferðalag frá Noregi í gegnum Finnland. Töluverður fjöldi þátttakenda er væntanlegur í dag frá flestum þátttökuþjóðum og síðar í dag og í kvöld eru aðrir íslenskir þátttakendur væntanlegir frá Íslandi og frá Bandaríkjunum, en þaðan kemur Freydís Halla Einarsdóttir sem stundar þar nám.