Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

PyeongChang 2018 – Snorri í 56. sæti í skiptigöngu

11.02.2018

Keppni í 30km skiptigöngu fór fram í dag á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Snorri Einarsson keppti í greininni og var þar með fyrstur Íslendinga til að keppa á leikunum. Snorri var með rásnúmer 48 og byrjaði nokkuð vel, en snemma í keppninni varð hann í tvígang fyrir óhappi varðandi stafi, þar sem festing slitnaði í annað skiptið og stafur brotnaði í hitt skiptið. Það hafði mikil áhrif á gönguna hans og að lokum lauk hann keppni í 56. sæti.

Snorri keppir næst í 15 km göngu með frjálsri aðferð föstudaginn 16. febrúar. Næsti keppandi sem tekur þátt í skíðagöngu er hins vegar Isak Stianson Pedersen sem keppir í sprettgöngu þriðjudaginn 13. febrúar.

Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála, fylgdist með keppninni í dag auk forráðamanna ÍSÍ og Skíðasambands Íslands en hún heldur heim á leið á morgun. Á morgun hefst keppni í alpagreinum er Freydís Halla Einarsdóttir keppir í stórsvigi kvenna.

Myndir með frétt