Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fyrsta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands

26.03.2018
Fyrsta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands var haldið þann 24. mars í húsnæði ÍSÍ. Hafsteinn Pálsson var þingforseti og Jón Oddur Guðmundsson þingritari.

Tæp tvö ár eru liðin frá því Þríþrautarsamband Íslands var stofnað, en stofndagurinn var 27. apríl 2016. Á þinginu flutti formaður skýrslu stjórnar, gjaldkeri fór yfir endurskoðaða reikninga, lagabreytingar voru gerðar auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir 2018 var lögð fram.

Kosin var ný stjórn sem er skipuð á eftirfarandi hátt:
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé – forseti (til tveggja ára)
Hákon Hrafn Sigurðsson – stjórn (til tveggja ára)
Sarah Cushing – stjórn (til tveggja ára)
Rannveig Guicharnaud – stjórn (til eins árs)
Kristín Laufey Steinadóttir – stjórn (til eins árs)
Jón Oddur Guðmundsson – varastjórn (til eins árs)
Gylfi Örn Gylfason – varastjórn (til eins árs)
Bjarki Freyr Rúnarsson – varastjórn (til eins árs)

Vefsíða Þríþrautarsambands Íslands er www.triathlon.is