Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Alþjóðadagur íþrótta í þágu þróunar og friðar

06.04.2018

Alþjóðadagur íþrótta var haldinn í fimmta skipti þann 6. apríl sl., en Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) valdi daginn sem dag íþrótta. Á deginum er lögð áhersla á mikilvægi íþrótta til að stuðla að þróun og friði í heiminum. 

Á vefsíðu UNESCO er talað um mikilvægi íþrótta í tengslum við að færa fólk saman, t.d. fólk af ólíkum menningarheimum, að íþróttir styrki samfélög á ýmsan hátt, að gildi íþrótta séu göfug og eigi við alla, að íþróttaiðkun sé mikilvæg fyrir heilbrigt líferni, að íþróttir séu stór hluti af þeirri baráttu að ná jafnrétti kynjanna og fleira. Lögð er áhersla á að íþróttir séu stundaðar í hverju samfélagi og að ríkisstjórnir eigi að styðja við íþróttaiðkun af fremsta megni.

Fréttina má lesa á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna hér.