Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Maður er manns gaman

16.04.2018

Þann 12. apríl sl. fór fram ráðstefna í Háskólanum á Akureyri sem bar heitið „Maður er manns gaman“, en hún snérist um félagsauð og heilsu á efri árum. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Félags eldri borgara á Akureyri og heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Við setningu ráðstefnunnar söng Kór eldri borgara á Akureyri. Fjölmörg erindi fóru fram á ráðstefnunni, en hún stóð frá 10:30-16:00. Mæting var frábær og var þétt setið í salnum. Ráðstefnunni stýrði Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi talmeinafræðingur og æðarbóndi.

Ráðstefnan var fyrst haldin fyrir 6 árum og þá var Nefnd um íþróttir 60+ á vegum ÍSÍ þátttakandi í undibúningi hennar og framkvæmd. Samskonar ráðstefna hefur svo verið haldin á vegum Háskólans á Akureyri og Félags eldri borgara á Akureyri síðan á tveggja ára fresti og alltaf vel sótt.

Hermann Sigtryggsson, sem situr í Nefnd um íþróttir 60+,  sótti ráðstefnuna og tók meðfylgjandi myndir.

Myndir með frétt