Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ólympísk listaverk í PyeongChang

16.04.2018

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hratt af stað skemmtilegu verkefni í kringum Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í febrúar. Nefndin bauð fjórum Ólympíuförum, sem einnig eru listamenn, að vera hluti af Vetrarólympíuleikunum með því að skapa listaverk sem tengist leikunum. Út frá þessu urðu til tvö ólík listaverk, annað kallast Ólympíudraumar og er stuttmynd sem skiptist í fimm þætti, hitt er málverk sem sýnir ólympísk gildi.

Myndin Ólympíudraumar fjallar um skíðakonuna og Ólympíufarann Penelope og sjálfboðaliðann Ezra. Penelope er leikin af Alexi Pappas. Alexi er grísk-amerískur langhlaupari sem tók þátt á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Einnig fara með hlutverk bandaríski leikarinn Nick Kroll ásamt íþróttafólki sem keppti á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Leikstjóri er Jeremy Teicher. Hér má sjá alla fimm þættina.

Gerð málverksins var skipulögð af Roald Bradstock, breskum spjótkastara, sem tók þátt í Los Angeles 1984 og Seoul 1988, Lanny Barnes, Bandaríkjamanni, sem tók þátt á leikunum í Turin 2006 og skylmingakonunni Jean-Blaise Evoquoz, frá Sviss, en hún er bronsverðlaunahafi frá leikunum í Montreal 1976. Málverkið var staðsett í Ólympíuþorpinu Gangneung á meðan að á leikunum stóð. 111 keppendur á leikunum frá 39 löndum notuðu pensil og málningu til að mála 15 myndir af þeim 15 íþróttagreinum sem keppt er í á leikunum. Málverkið má sjá hér

 

Myndir með frétt