Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

110 ára afmæli Víkings

27.04.2018

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Víkings bauð til hátíðarsamkomu í tilefnis 110 ára afmælis félagsins, laugardaginn 21. apríl sl.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Björn Einarsson, formaður Víkings, Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings og Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs- og hátíðarnefndar Víkings héldu ræður. Á samkomunni var nýr söguvefur Víkings formlega opnaður af formanni félagsins, Birni Einarssyni. Á afmælisdaginn var einnig nýtt vallarhús formlega vígt.
Við þetta tækifæri sæmdi ÍSÍ Ásgrím Guðmundsson Gullmerki ÍSÍ og Björn Einarsson formann félagsins, Nönnu Guðmundsdóttur, Vilhjálm J. Árnason og Þórð Hjörleifsson Silfurmerki ÍSÍ. Það var Örn Andrésson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhenti heiðursviðurkenningarnar fyrir hönd ÍSÍ.
Fleiri viðburðir á vegum félagsins á afmælisárinu verða tengdir afmælinu með ýmsum hætti.