Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Starfsamt ársþing ÍBA

27.04.2018

Íþróttabandalag Akureyrar hélt ársþing sitt miðvikudaginn 25. apríl sl. 16 aðildarfélög áttu fulltrúa á þinginu og voru fulltrúarnir alls 54 af 106 mögulegum. Þingforseti var Hulda Sif Hermannsdóttir. Þingið var starfsamt og margt til umræðu í þingnefndum ekki síst í ljósi nýrrar stefnu ÍBA og Akureyrarbæjar í íþróttamálum. Tveir fræðslufyrirlestrar sem tengdust jafnréttismálum og #metoo umræðunni voru fluttir á þinginu, annars vegar fyrirlesturinn „Karlmenn í nýjum heimi“ sem fluttur var af Magnúsi Orra Schram hjá UN-Women og hins vegar „Mín hlið“ sem fluttur var Önnu Soffíu Víkingsdóttur landsliðsþjálfara kvenna í júdó. Góður rómur var gerður af þessum sterku fyrirlestrum. Þrjár nefndir störfuðu á þinginu, laganefnd, fjárhagsnefnd og allsherjarnefnd. Allsherjarnefnd ræddi m.a. um aðgerðaráætlun í tengslum við nýju íþróttastefnuna þar sem m.a. var komið inn á siðareglur ÍBA. Í stefnunni er skýrt kveðið á um að ÍBA sæki um viðurkenningu til ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og er vinna við það hafin. Geir Kristinn Aðalsteinsson var kjörinn til áframhaldandi setu sem formaður ÍBA. Hnefaleikafélag Akureyrar var samþykkt sem nýtt félag innan ÍBA. Jafnframt var samþykkt að vísa Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar úr TBA. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Á meðfylgjandi myndum eru annars vegar Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og hins vegar Hulda Sif Hermannsdóttir þingforseti.

Myndir með frétt