Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
17

Heiðranir á ársþingi UÍA

30.04.2018

Árni Ólason, Hetti og Magnús Ásgrímsson, Leikni voru heiðraðir á ársþingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands 14. apríl sl. Þingið var haldið á Borgarfirði eystri en þar ólust þeir Árni og Magnús einmitt upp. Ingi Þór Ágústsson meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti þeim heiðursviðurkenningarnar á þinginu.

Árni hefur komið að starfi íþróttahreyfingarinnar á fjölbreyttan hátt á sínum ferli. Hann hefur m.a. sinnt embætti formanns knattspyrnudeildar Hattar allt frá árinu 2003 og þar til nú nýverið, var um árabil landshlutafulltrúi í stjórn Knattspyrnusambands Íslands og einnig hefur hann setið í ríflega áratug í Vinnuhópi ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga. Árni var sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir gott og mikið starf í þágu íþrótta.

Magnús er formaður knattspyrnudeildar Leiknis á Fáskrúðsfirði og hefur starfað í þágu knattspyrnu og íþrótta um langt árabil. Hann hefur einnig setið sem landshlutafulltrúi Austurlands í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Undir stjórn Magnúsar hefur Leiknir náð eftirtektarverðum árangri í deildum KSÍ og starfsemin blómstrað. Magnús hlaut Silfurmerki ÍSÍ fyrir gott starf í þágu íþrótta.

Á myndinni, sem er fengin með góðfúslegu leyfi af vef UÍA, eru þeir félagar Árni og Magnús ásamt Inga Þór.