Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Ársþing BSÍ

07.05.2018

49. þing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 2. maí sl. Þingið fór í alla staði vel fram og var því stýrt örugglega af þingforsetanum Herði Þorsteinssyni. Fulltrúar frá sex héraðssamböndum og íþróttabandalögum sóttu þingið.

Ívar Oddsson og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa en Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson, Vignir Sigurðsson og Hrund Guðmundsdóttir sitja áfram í stjórn auk Kristjáns Daníelssonar formanns. Nýir í stjórn eru Irena Ásdís Óskarsdóttir og Arnór Tumi Finnsson sem voru kosin til tveggja ára. Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.