Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ný persónuverndarlöggjöf 2018

10.05.2018

Þann 25. maí 2018 tekur gildi á Íslandi ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd. Hún leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Rétt er þó að taka fram að löggjöfin mun hljóta þinglega meðferð Alþingis áður en hún tekur að fullu gildi hérlendis. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja hinni nýju löggjöf. Persónuvernd, sem framfylgir persónuverndarlöggjöfinni á Íslandi, hefur gefið út leiðbeinandi efni um það helsta sem þarf að undirbúa fyrir gildistöku laganna. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá 14. apríl 2016 segir að hinar nýju reglur staðfesti að sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga verði tryggður fyrir alla.

ÍSÍ stefnir að því að hafa á vefsíðu sinni leiðbeinandi efni um nýju löggjöfina og helstu verkefni íþróttahreyfingarinnar vegna innleiðingu laganna.

Nánari upplýsingar um helstu atriði reglugerðarinnar má finna á vefsíðu Persónuverndar www.personuvernd.is og bæklinga má finna hér