Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

9

Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ

22.05.2018

Hjá ÍSÍ eru starfandi fjölmargar nefndir og ein þeirra er Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ. Nú, í aðdraganda Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ sem fram fer á landsvísu 2. júní nk., er í nógu að snúast hjá nefndinni og kom hún saman á fundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í vikunni. Í Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ sitja Þráinn Hafsteinsson, Ingibjörg B. Jóhannesdóttir, Anna Ragnheiður Möller og Gígja Gunnarsdóttir. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti nýlega að fjölga í nefndinni og var Þráinn, sem einnig á sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ, þá skipaður í nefndina. Hann er fyrsti karlmaðurinn sem á sæti í nefndinni. Gert er ráð fyrir að nefndin verði stækkuð um einn til viðbótar síðar á þessu ári og telji þá samtals fimm.

Starfsmaður sviðsins er Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.

Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á vefsíðu hlaupsins, www.kvennahlaup.is