Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
18

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

25.05.2018

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2018 fór fram í hádeginu í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal að viðstöddum húsfylli.

Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdarstjórnar ÍSÍ, bauð gesti velkomna og gaf að því loknu orðið til Sesselju Traustadóttur, framkvæmdarstýru Hjólafærni. Sesselja flutti góða og gagnmerka tölu um hjólreiðar og veitti í kjölfarið viðurkenningar til fjölmargra fyrirtækja sem hlotið höfðu hjólavottun um hjólavænan vinnustað.

Því næst tók Hafsteinn aftur við orðinu og kynnti til leiks alla vinningshafa í liðstjóraleiknum og einnig þann þátttakanda sem var svo lukkulegur að hafa unnið stóra vinninginn í skráningarleiknum, sem var Trek hjól að verðmæti 100 þúsund krónur. Það var Ásta Arnardóttir í liðinu Ground Zero hjá Alvogen sem var svo heppin að vera dregin út.

Þá kynnti Hafsteinn alla verðlaunahafa í Hjólað í vinnuna þetta árið. Allir þeir verðlaunahafar sem voru hlutskarpastir í vinnustaðakeppninni og einnig kílómetrakeppninni fá glæsilegan verðlaunaplatta sem viðurkenningu fyrir sína frammistöðu.

Að vanda voru góðar veitingar á boðstólunum og þakkar ÍSÍ höfðingjunum hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrir að taka ávallt vel á móti gestum með sinni gestrisni og kræsingum.

Úrslit keppninnar má nálgast hér.

Myndir með frétt