Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Nýr formaður kjörinn í KLÍ

29.05.2018

25. ársþing Keilusambands Íslands fór fram í ÍR-heimilinu sunnudaginn 27. maí sl.  Ásgrímur Helgi Einarsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns og var því kjörinn nýr formaður sambandsins. Jóhann Ágúst Jóhannsson var kjörinn formaður KLÍ til næstu tveggja ára. Í stjórn voru einnig kjörnir tveir aðalmenn en skv. lögum sitja tveir stjórnarmenn í tvö ár í senn. Hafþór Harðarson úr ÍR sem setið hefur s.l. tvö ár gaf kost á sér áfram og Ingi G Sveinsson úr ÍA gaf einnig kost á sér sem aðalmaður. Voru þeir því sjálfkjörnir. Fimm einstaklingar buðu sig fram sem varamenn og varð því að kjósa um þær þrjár stöður. Fór svo að Stefán Claessen úr ÍR er 1. varamaður, Björn Kristinsson úr KR er 2. varamaður og Einar Jóel Ingólfsson úr ÍA er 3. varamaður. Fyrir í stjórn eru þau Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir úr KFR og Björgvin Helgi Valdimarsson úr Þór en þau eru á sínu síðara ári kjörtímabilsins.

Hafsteinn Pálsson ritari ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ en hann gegndi einnig embætti þingforseta. Þetta var í 22. skiptið sem Hafsteinn Pálsson stýrir þingi Keilusambandsins.