Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Ársþing ÍRB

31.05.2018

Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, ÍRB, var haldið í sal Íþróttaakademíunar í Reykjanesbæ mánudaginn 28 maí sl. Garðar Svansson sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti þinginu kveðju frá Lárusi Blöndal forseta ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra, framkvæmdastjórn og starfsfólki ÍSÍ. 

Á þinginu voru lagðar fram lagabreytingar sem voru kynntar fyrir aðildarfélögum með boðun þings. Einar Haraldsson formaður lagabreytinganefndar kynnti tillögur nefndarinnar og voru breytingarnar á lögum bandalagsins svo samþykktar samhljóða af þingfulltrúum. Helsta breytingin sneri að mætingu aðildarfélaga á ársþing bandalagsins. Ef aðildarfélag sækir ekki ársþing er heimilt að skerða félagið um 50% af lottó tekjum þess. Af 10 aðildarfélögum ÍRB áttu einungis 4 þingfulltrúa á þinginu núna, með 26 þingfulltrúa.

Breytingar urðu á stjórn en Ingigerður Sæmundsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Rúnar V. Arnarsson var kjörinn nýr formaður ÍRB. Árni Gunnlaugsson og Guðmundur Stefán Gunnarsson voru kjörnir til 2 ára í stjórn. Ingigerður Sæmundsdóttir og Sigurbjörg Róbertsdóttir sem lét af formennsku í Sundráði ÍRB voru svo heiðraðar með blómum fyrir gott starf hjá ÍRB.

Myndir með frétt