Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Ísland sendir 12 keppendur á EM fatlaðra

05.07.2018

Íþróttasamband fatlaðra kynnti fulltrúa Íslands á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum og sundi sumarið 2018 í gær. 12 þátttakendur munu keppa fyrir Íslands hönd, sex í sundi og sex í frjálsíþróttum. EM í sundi fer fram í Dublin á Írlandi dagana 13.-19. ágúst og EM í frjálsíþróttum fer fram í Berlín í Þýskalandi dagana 20.-26. ágúst. 

Íslenski hópurinn á EM í sundi:
Róbert Ísak Jónsson – Fjörður
Guðfinnur Karlsson – Fjörður
Hjörtur Már Ingvarsson – Fjörður
Már Gunnarsson – ÍRB
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – ÍFR

Íslenski hópurinn á EM í frjálsíþróttum:
Helgi Sveinsson - Ármann
Patrekur Andrés Axelsson – Ármann
Jón Margeir Sverrisson - Fjölnir
Hulda Sigurjónsdóttir - Suðri
Stefanía Daney Guðmundsdóttir - Eik
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir – ÍR


Bæði mótin verða í beinni útsendingu hér á Youtube-rás IPC

Hægt er að fylgjast með Íþróttasambandi fatlaðra á vefsíðu sambandsins www.ifsport.is