Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Evrópuleikar 2019 - Fararstjórafundur

22.07.2018

Nýverið fór fram fararstjórafundur vegna Evrópuleika 2019 sem fram fara í Minsk í Hvítarússlandi. Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sótti fundinn, en þátttakendur voru frá þeim 50 Evrópuþjóðum sem keppa munu á leikunum á næsta ári.

Hefðbundin dagskrá var á fundinum þar sem fjallað var um keppnisgreinar, aðstöðumál, skráningar, heilbrigðismál, samgöngur og allt það sem þarf að undirbúa á næstu 12 mánuðum gagnvart leikunum.

Keppnisaðstaðan í Minsk er í einu orði sagt frábær en glæsileg mannvirki eins og hinn nýuppgerði Dinamo leikvangur og íþróttahöllin Minsk Arena munu hýsa keppnisgreinar á leikunum. Verið er að fjölga íbúðarbyggingum á háskólasvæðinu þar sem þátttakendur munu gista og þá eru víða um borgina keppnismannvirki sem eru nú þegar tilbúin fyrir keppni næsta árs.

Leikarnir verða settir föstudaginn 21. júní 2019 og þeim slitið sunnudaginn 30. júní. Keppt er í greinum 15 alþjóðasambanda, en eru það færri greinar en keppt var í á leikunum 2015 í Bakú. Ísland átti á þeim leikum 19 keppendur en búast má við að þeir verði eitthvað færri á leikunum á næsta ári.

Heimasíða leikanna er http://minsk2019.by/en 

Myndir með frétt